Segir Britney hafa misst meydóminn 14 ára

Britney Spears.
Britney Spears. AP

Fyrr­ver­andi sam­starfsmaður Brit­n­eyj­ar Spe­ars full­yrðir í grein í tíma­rit­inu <i>US Weekly</​i> að hún hafi misst mey­dóm­inn þegar hún var 14 ára. Seg­ir hann að ímynd Brit­n­eyj­ar sem hreinn­ar meyj­ar  hafi verið búin til í aug­lýs­inga­skyni, en sann­leik­ur­inn væri sá, að hún hafi verið far­in að stunda kyn­líf áður en hún varð fræg söng­kona.

Það er Eric Ervin, sem var sam­starfsmaður Brit­n­eyj­ar í byrj­un fer­ils henn­ar, sem full­yrðir þetta í tíma­rit­inu. Seg­ir hann að hún hafi átt í ástar­sam­bandi við Reg nokk­urn Jo­nes, sem hafi verið vin­ur henn­ar er þau voru börn.

Þá full­yrðir Ervin enn­frem­ur að sam­band Brit­n­eyj­ar og Just­ins Timberla­kes hafi verið náið strax í upp­hafi, þótt hún hafi haldið öðru fram í fjöl­miðlum.

Við þetta má svo bæta, að fregn­ir herma að komið sé á dag­inn að föður­amma Brit­n­eyj­ar, Emma Jean Spe­ars, hafi framið sjálfs­morð 1966, þegar hún var aðeins 31 árs. Emma var hald­in þung­lyndi og skaut sig við gröf barn­ungs son­ar síns, sem dó 1958, aðeins þriggja daga gam­all.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Viljirðu ná málum fram af einhverju viti þarftu að vera þolinmóður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Viljirðu ná málum fram af einhverju viti þarftu að vera þolinmóður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant