Þórbergur ekki við eina fjölina felldur

Kvennamál Þórbergs Þórðarsonar voru umfangsmeiri og flóknari en ætla mætti af skrifum hans í sjálfsævisögulegum bókum eins og Bréfi til Láru, Íslenskum aðli og Ofvitanum. Ástarsambandi hans og Sólrúnar Jónsdóttur eða Sólu hefur verið lýst áður en þau áttu saman dóttur. Þórbergur var hins vegar ekki við eina fjölina felldur. Á sama tíma og hann hélt sambandi sínu við Sólu virðist hann hafa átt í ástarsambandi við fleiri konur.

Þetta kemur fram í nýrri ævisögu Þórbergs eftir Pétur Gunnarsson sem heitir ÞÞ „í fátæktarlandi: Þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar.

Í bókinni styðst Pétur meðal annars við dagbækur Þórbergs sem hann hélt lotulítið frá 1906 framyfir 1970 og óútgefna sjálfsævisögu sem varðveitt er í tveimur stílabókum á Þjóðarbókhlöðu og Þórbergur ritaði á milli Íslensks aðals og Ofvitans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar