Leica fyrir 30,6 milljónir

Svipuð Leica og seldist nýlega fyrir 30,6 milljónir.
Svipuð Leica og seldist nýlega fyrir 30,6 milljónir. mbl.is/Einar Falur

Mynda­vél af gerðinni Leica seld­ist á upp­boði í Vín­ar­borg fyr­ir 30,6 millj­ón­ir ís­lenskra króna ný­lega. Það mun vera næst­hæsta sölu­verð sem feng­ist hef­ur fyr­ir mynda­vél. Leican var gerð í Þýskalandi 1923 og er ein af sjö vél­um sem voru sér­smíðaðar með Banda­ríkja­markað í huga.

Vél­in er með núm­erið 107 og var serí­an smíðuð til að at­huga hvort það væri markaður fyr­ir slík­um smá­mynda­vél­um hið vestra.

Sam­kvæmt In­ternati­onal Her­ald Tri­bu­ne var það safn­ari sem keypti vél­ina í einka­safnið sitt.

Dýr­asta mynda­vél sem selst hef­ur var seld á upp­boði hjá sama upp­boðshúsi, WestLicht í Vín­ar­borg í maí síðast liðinn.

Það var Dagu­errotype vél sem smíðuð var af Sus­se Frér­es í Frakklandi 1839 og seld­ist hún á 53,6 millj­ón­ir króna og telst vera dýr­asta mynda­vél í heimi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Lífið hefur ekki verið létt undanfarið. Sambönd sem ganga vel og með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur, en um leið ánægjulegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Lífið hefur ekki verið létt undanfarið. Sambönd sem ganga vel og með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur, en um leið ánægjulegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir