Wilson og Simpson saman?

Jessica Simpson
Jessica Simpson Reuters

Fregn­ir herma að banda­ríski leik­ar­inn Owen Wil­son og banda­ríska leik- og söng­kon­an Jessica Simp­son eigi í ástar­sam­bandi. Sést hef­ur til þeirra á nokkr­um stefnu­mót­um síðan þau unnu sam­an í tón­list­ar­mynd­bandi við nýtt lag meist­ara Willie Nel­son, en talið er að þau hafi fyrst kynnst við þá vinnu.

Meðal ann­ars hef­ur sést til þeirra á Huntley hót­el­inu í Santa Monica og á Waver­ly Inn í New York.

„Jessica snerti hönd Owens sem virt­ist heilla hana upp úr skón­um enda fékk hann hana til þess að hlæja mikið. Það fór varla á milli mála að þau voru á róm­an­tísku stefnu­móti,“ sagði sjón­ar­vott­ur í sam­tali við banda­ríska tíma­ritið US Weekly.

Eins og frægt er orðið reyndi Wil­son að svipta sig lífi í ág­úst í kjöl­far þess að upp úr sam­bandi hans og leik­kon­unn­ar Kate Hudson slitnaði. Fregn­ir hafa hins veg­ar borist af því að Hudson hafi áhuga á því að end­ur­nýja kynni sín við Wil­son.

Hjóna­band Simp­son við tón­list­ar­mann­inn Nick Lachey vakti ekki síður mikla at­hygli, enda var raun­veru­leikaþátt­ur gerður um sam­bandið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Gættu þess að gera ekki svo stífar kröfur til þinna nánustu að þær kunni að ganga af sambandinu dauðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Gættu þess að gera ekki svo stífar kröfur til þinna nánustu að þær kunni að ganga af sambandinu dauðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason