Gera Íslendingar allt fyrir ástina?

Páll Óskar.
Páll Óskar.

Ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum Páls Óskars Hjálmtýssonar, sem er nú kominn í efsta sæti Tónlistans með plötu sína Allt fyrir ástina. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart því Páll Óskar hefur verið áberandi að undanförnu og hélt meðal annars útgáfutónleika á NASA um síðustu helgi.

Efsti nýliðinn á Tónlistanum þessa vikuna er drengjasveitin Luxor sem sendi nýverið frá sér sína fyrstu plötu sem er samnefnd sveitinni. Platan nær fjórða sætinu í fyrstu atrennu sem verður að teljast góður árangur og spurning hvort þeir félagar komist ekki enn ofar þegar nær dregur jólum.

Hljómsveitin Hjálmar, sem nú er orðin alíslensk, kemur sér vel fyrir í sjötta sætinu með sína nýjustu afurð, Ferðasót, og Hafnfirðingurinn Laddi stekkur beint í áttunda sætið með jólaplötuna sína Jóla hvað?Athygli vekur að ný plata Birgittu Haukdal, Ein, nær aðeins níunda sætinu, en margir hafa eflaust átt von á betri árangri hjá Birgittu. Öll nótt er þó ekki úti enn og eflaust á platan eftir að skríða upp listann þegar nær dregur jólum.

Eins og svo oft áður er íslensk tónlist vinsælli en sú erlenda á Tónlistanum og að þessu sinni eru aðeins fjórir erlendir flytjendur í efstu 20 sætunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar