Ítalskir réttir Hagkaupa voru mest selda bókin dagana 13. til 19. nóvember samkvæmt samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka sem unnin er fyrir Morgunblaðið.
Harry Potter og dauðadjásnin eftir J.K. Rowling er í öðru sæti og Harðskafi eftir Arnald Indriðason í því þriðja en hún er jafnframt mest selda bókin af íslenskum og þýddum skáldverkum. Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð er fjórða mest selda bókin en hún er jafnframt næstmest selda bókin af íslenskum og þýddum skáldverkum.
Öskudagar eftir Ara Jóhannesson er mest selda ljóðabókin og Blótgælur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur er í öðru sæti á lista ljóðabóka.