Lindsay Lohan fallin?

Lögreglumynd af Lindsay 15. nóvember.
Lögreglumynd af Lindsay 15. nóvember. AP

Sögusagnir eru komnar á kreik þess efnis að Lindsay Lohan sé dottin í það á ný, eftir að til hennar sást „út úr heiminum“ í samkvæmi í Hollywoodhæðum fyrir skömmu. Stutt er síðan hún lauk áfengis- og fíkniefnameðferð, og hefur mætt á AA-fundi undanfarið.

Ónafngreindur gestur í samkvæminu sem um ræðir sagði við tímaritið In Style: „Hún leit út fyrir að vera alveg út úr heiminum.“

Lindsay mætti í annað samkvæmi með vinkonu sinni, Samöntu Ronson, og sagði samkvæmisgestur að þær vinkonurnar hefðu farið saman inn á baðherbergi hvað eftir annað.

Næsta kvöld mætti Lindsay í samkvæmi sem tímaritið Paper bauð til, og haft er eftir gesti í því samkvæmi, að Lindsay hafi ekki virst hafa hugmynd um hvað væri á seyði. „Hún botnaði hvorki upp né niður.“

Í dag heldur Lindsay til New York, þar sem hún ætlar að dvelja með móður sinni og bróður um þakkargjörðarhelgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar