Whitney Houston snýr aftur

Söngkonan Whitney Houston er goðsögn innan R&B tónlistargeirans
Söngkonan Whitney Houston er goðsögn innan R&B tónlistargeirans AP

Söngkonan Whitney Houston hyggur á endurkomu í tónlistarheiminum en hún vinnur nú að nýrri plötu og hefur tilkynnt um stórtónleika í Kuala Lumpur í Malasíu þann 1. desember nl. Orðrómur er um að ýmsir þekktir tónlistarmenn hafi leggi henni lið við gerð plötunnar, þar á meðal Will.I.Am úr sveitinni Black Eyed Peas, R. Kelly og söngvarinn John Legend.

Whitney Houston, sem er 44 ára gömul, naut gríðarlegra vinsælda á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en lítið hefur farið fyrir henni undanfarin ár. Hún leitaði sér aðstoðar við eiturlyfjafíkn árið 2005 og sótti um skilnað við eiginmann sinn, tónlistarmanninn Bobby Brown á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar