Bale í tortímingu

Christian Bale.
Christian Bale. Reuters

Fregnir herma að leikarinn Christian Bale muni fara með hlutverk Johns Connors í fjórðu myndinni um Tortímandann, en myndin hefur verið nefnd Terminator Salvation: The Future Begins.

Búist er við því að tökur á myndinni hefjist snemma á næsta ári og að hún verði frumsýnd sumarið 2009, en leikstjóri myndarinnar kallar sig McG og á að baki myndir á borð við We Are Marshall og Charlie's Angels.

Leikstjórinn lýsti því nýverið yfir í viðtali að hann vonaðist til þess að myndin væri sú fyrsta í nýrri þrennu um Tortímandann. Líklegt er þó talið að ríkisstjórinn í Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, verði fjarri góðu gamni að þessu sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir