Tónlistarmennirnir Bono og Edge komu fram öllum að óvörum á hjómleikum sem góðgerðasamtökin Mencap héldu fyrir um 250 manns. Söngvarinn Bono grínaðist og sagði gestunum að láta ekki félagana Adam Clayton og Larry Mullen vita af leynihljómleikunum. Edge og Bono léku fjögur lög fyrir viðstadda sem kunnu vel að meta uppátækið, enda afar sjaldgæft að aðdáendur sveitarinnar fái að sjá hana í návígi.
Algjör leynd hvíldi yfir því að þeir félagar ætluðu að koma fram og kynnti kynnirinn þá á svið sem ,,nýja hljómsveit sem lofaði góðu...gítarleikarinn Dave er taugaóstyrkur...fyrirgefið honum ef hann gerir mistök, hann er byrjandi. Söngvarinn er mjög feiminn."
Félagarnir tveir léku lögin Stay, Desire, Angel of Harlem og lagið Wave of Sorrow, sem upphaflega var samið fyrir plötuna Joshua Tree.