Kryddstúlkur fórnarlömb netpretta

Kryddstúlkurnar ætla ekki að svíkja argentínska aðdáendur sína
Kryddstúlkurnar ætla ekki að svíkja argentínska aðdáendur sína Reuters

Svo virðist sem það sé satt, að ekki sé allt rétt sem skrifað stendur á netinu. Stúlknasveitin Spice Girls hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fregnir um að sveitin hafi hætt við tónleika sína í Buenos Aires í Argentínu eru bornar til baka. Fjöldi fréttavefja í landinu hefur birt fregnir af þessu, en sagan á upphaf sitt í tölvupósti, sem enginn veit hver sendi.

Í tölvupóstinum segir að eftirspurn í Bandaríkjunum og Bretlandi sé svo mikil að sönghópurinn hafi séð sig knúinn til að aflýsa tónleikum í S-Ameríku. Þá er sagt frá því að keppni verði haldin þar sem aðdáendur Kryddstúlkna fái möguleika á því að vinna ferð til Bretlands á tónleika.

Ekkert er auðvitað hæft í þessu og enn stendur til að Spice Girls haldi tónleika sína í Buenos Aires í febrúar næstkomandi.

Hljómleikaferð þeirra Kryddstúlkna hefst í byrjun desember í Vancouver í Kanada og stendur fram á næsta ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup