Lög Zeppelin endurútsett vegna aldurs

Þótt Plant og Page séu í góðu formi, þá eru …
Þótt Plant og Page séu í góðu formi, þá eru þeir engin unglömb lengur Reuters

Ekki hefur gengið vandræðalaust að æfa fyrir fyrirhugaða tónleika hljómsveitarinnar Led Zeppelin, sem haldnir verða þann 10. desember nk. Eins og þekkt er þá braut gítarleikarinn Jimmy Page fingur svo fresta þurfti tónleikunum. En árin sem bæst hafa á liðsmenn frá síðustu tónleikum fyrir 19 árum hafa líka sett strik í reikninginn. Þetta kemur fram á vefsíðu NME.

Unnið hefur verið að breytingum á útsetningum, einkum vegna þess að söngvarinn Robert Plant nær ekki jafn háum nótum og áðu en einnig er gítarleikarinn Jimmy Page sagður heldur ryðgaður. Þetta hefur þýtt að gera hefur þurft breytingar á lögunum og lækka niður um tóntegundir svo engin vandræðaleg atvik komi upp á frammi fyrir þúsundum áheyrenda.

Engu að síður þá hafa aðdáendur sveitarinnar ástæðu til að hlakka til, Jimmy Page tilkynnti nefnilega á dögunum að til stæði að frumflytja nýtt lag á tónleikunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar