Lög Zeppelin endurútsett vegna aldurs

Þótt Plant og Page séu í góðu formi, þá eru …
Þótt Plant og Page séu í góðu formi, þá eru þeir engin unglömb lengur Reuters

Ekki hef­ur gengið vand­ræðalaust að æfa fyr­ir fyr­ir­hugaða tón­leika hljóm­sveit­ar­inn­ar Led Zepp­el­in, sem haldn­ir verða þann 10. des­em­ber nk. Eins og þekkt er þá braut gít­ar­leik­ar­inn Jimmy Page fing­ur svo fresta þurfti tón­leik­un­um. En árin sem bæst hafa á liðsmenn frá síðustu tón­leik­um fyr­ir 19 árum hafa líka sett strik í reikn­ing­inn. Þetta kem­ur fram á vefsíðu NME.

Unnið hef­ur verið að breyt­ing­um á út­setn­ing­um, einkum vegna þess að söngv­ar­inn Robert Plant nær ekki jafn háum nót­um og áðu en einnig er gít­ar­leik­ar­inn Jimmy Page sagður held­ur ryðgaður. Þetta hef­ur þýtt að gera hef­ur þurft breyt­ing­ar á lög­un­um og lækka niður um tón­teg­und­ir svo eng­in vand­ræðaleg at­vik komi upp á frammi fyr­ir þúsund­um áheyr­enda.

Engu að síður þá hafa aðdá­end­ur sveit­ar­inn­ar ástæðu til að hlakka til, Jimmy Page til­kynnti nefni­lega á dög­un­um að til stæði að frum­flytja nýtt lag á tón­leik­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell