Take That í eiturlyfjum

How­ard Don­ald, einn meðlima bresku hljóm­sveit­ar­inn­ar Take That, vill að kanna­bis­efni verði lög­leidd í Bretlandi. Don­ald, sem er 39 ára gam­all, hef­ur valdið mikl­um deil­um með því að segja að kanna­bis­efni séu ekki eins skaðleg og áfengi og að heim­ur­inn væri betri ef all­ir væru í vímu. „Ef fleiri reyktu kanna­bis­efni, frek­ar en að drekka áfengi, held ég að það væri minna um slags­mál, minna of­beldi og færri vanda­mál,“ sagði Don­ald.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Don­ald tal­ar op­in­skátt um eit­ur­lyf. „Þegar við vor­um í hljóm­sveit­inni á sín­um tíma notuðum við al­sælu og okk­ur fannst það gam­an,“ sagði hann í viðtali fyr­ir skömmu.

Gary Bar­low, forsprakki Take That, hef­ur einnig viður­kennt að hafa notað fíkni­efni í mikl­um mæli. „Árið 2000 reykti ég svona 15 jón­ur á dag,“ sagði hann í viðtali í fyrra.

Take That var ein vin­sæl­asta hljóm­sveit heims á fyrri hluta tí­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar en hætti störf­um árið 1996. Hún kom aft­ur sam­an í fyrra og hef­ur notið mik­ill­ar vel­gengni í kjöl­far sinn­ar nýj­ustu plötu, Beautif­ul World.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir