Fegurðardrottning stóð af sér úðaárásir

Ingrid Marie Rivera stóð uppi sem sigurvegari í fegurðarsamkeppni Puerto Rico þótt hún yrði fyrir piparúðaárásum og kjólum hennar og snyrtivörum væri stolið.

Alls tóku 29 stúlkur þátt í keppninni, sem veitir rétt til að keppa um titilinn ungfrú alheim. Þegar Rivera átti að koma fyrir dómarana mynduðust útbrot á andliti hennar og líkama. Fyrst var taugaóstyrk kennt um en þegar þetta gerðist aftur var málið rannsakað og þá kom í ljós, að piparúða hafði verið úðað á föt hennar og snyrtivörur.

Þá var einnig stolið tösku Riviera, sem innihélt kjóla hennar, snyrtivörur og kreditkort. Þá þurfti að fresta keppninni á úrslitakvöldinu vegna sprengjuhótunar.

Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC naut Riviera litilla vinsælda meðal keppinauta sinna. Hún var árið 2005 kjörin ungfrú Karíbahafseyjar og töldu aðrir keppendur að hún væri því of reynslumikil. Þá tók hún þátt í keppninni um ungfrú heim, þegar Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sigraði og lenti þar í 3. sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar