Magnús sækir um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins

Magnús Geir Þórðarson.
Magnús Geir Þórðarson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, tilkynnti starfsfólki LA í gær, skv. heimildum Morgunblaðsins, að hann sækti um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins. Starfið var auglýst í gær, umsóknum þarf að skila fyrir 29. desember og nýr leikhússtjóri tekur til starfa á vordögum. Guðjón Pedersen, núverandi leikhússtjóri Borgarleikhússins, hættir í vor eftir átta ár í starfi en venja er að nýr leikhússtjóri vinni við hlið þess fráfarandi um skeið.

Magnús Geir hefur stýrt LA í tæp fjögur ár, félagið hefur átt mikilli velgengni að fagna á þeim tíma og aðsókn á sýningar þess margfaldast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar