Sarah segir stærðina engu skipta

Sarah Harding.
Sarah Harding. Reuters

Sarah Harding, í stelpnabandinu Girls Aloud, segir að það skipti engu máli hversu vel menn séu vaxnir niður, svo fremi sem þeir kunni að beita sér í svefnherberginu.

Sarah er nú í sambandi með Tom nokkrum Crane, og hefur áður átt vingott við Calum Best og leikarann Stephen Dorff.

„Nei, stærðin skiptir mig engu máli. Aðal atriðið er að menn viti hvað þeir eiga að gera við hann,“ sagði Sarah, sem aldrei hefur verið feimin við að tjá sig um ástarmálin.

Stallsystur hennar í bandinu, Cheryl Cole, Nadine Coyle, Kimberley Walsh og Nicola Roberts, eru hvergi nærri jafn opinskáar.

Ashely, sem er gift fótboltamanninum Ashley Cole, sagði: „Við viljum ekki tala um það sem við gerum í svefnherberginu. Ef við minnumst á það er það samstundis komið út um allt og sagt „Girls Aloud gera þetta og þetta í svefnherberginu.“ Við þurfum ekki á slíku að halda.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar