Amy Winehouse aflýsir öllum tónleikum

Amy Winehouse hefur aflýst öllum fyrirhuguðum tónleikum sínum
Amy Winehouse hefur aflýst öllum fyrirhuguðum tónleikum sínum Reuters

Söngkonan Amy Winehouse hefur aflýst öllum tónleikum sem bókaðir hafa verið út árið 2008. Winehouse hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að hún einfaldlega treysti sér ekki til að koma fram meðan eiginmaður hennar, Blake Fielder-Civil, er í fangelsi.

Winehouse hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir lélega frammistöðu á tónleikum undanfarið, þar sem hún hefur oftar en ekki virst undir miklum áhrifum. Síðast bárust fregnir af því á laugardaginn um liðna helgi að áhorfendur hefðu baulað á söngkonuna og krafist endurgreiðslu, en hún er sögð hafa virst í mikilli vímu alla tónleikana.

Í yfirlýsingunni segir Winehosue: „Ég get ekki gefið mig alla án Blake. Mér þykir þetta afar leitt, en ég vil ekki koma fram á tónleikum af hálfum huga, ég elska að syngja. Eiginmaður minn er mér mikils virði, og án hans er þetta ekki það sama."

Fielder-Civil er í fangelsi grunaður um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Nýlega var honum meinað um lausn gegn tryggingu og verður hann því í fangelsi í það minnsta þar til um miðjan janúar á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka