Doktorarnir í Evróvisjón

Dr. Spook og dr. Gunni.
Dr. Spook og dr. Gunni.

„Þetta er mesta rokklag Evróvisjón-sögunnar. Það þýðir ekkert að koma þessum silkimjúku og sykursætu popplögum á framfæri. Fólkið vill bara flipp og stuð,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, sem samdi lagið Hvar ertu nú? sem rokksveitin Dr. Spock flytur í Laugardagslögunum á laugardaginn.

„Þetta lag fjallar um sjómennsku, þetta er alíslenskt og karlmannlegt sjómannalag. Þetta er eina lagið í ár sem samið er út frá þörfum karlmanna,“ segir Doktorinn stoltur.

Aðspurður segir hann það hafa legið í augum uppi að semja lag fyrir Dr. Spock.

„Ég fór bara að hugsa hvað væri hægt að gera til að breyta alveg um stíl, koma með svolitla bombu inn í þessa keppni. Dr. Spock er náttúrlega frábær hljómsveit, lítur vel út og er með sterka nærveru,“ segir Gunni.

„Lagið er mjög þungt á köflum, þetta er eins og stormviðri á sjó, alveg brjálað, en dettur svo niður í spegilslétta rúmbu. Þetta er svolítið skrítið lag, en það venst vel.“

Meðlimir Dr. Spock eru þekktir fyrir skrautlega sviðsframkomu og segir Gunni að engin undantekning verði á því annað kvöld. „Það fer einhver úr að ofan,“ segir hann og hlær.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær munu þau Birgitta Haukdal og Magni Ásgeirsson syngja lag Hafdísar Huldar í keppninni á morgun, en þriðja lagið er svo eftir Magnús Þór Sigmundsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir