Magni og Birgitta keppa við rokkskrímsli

„Okkur finnst eitthvað vera að Eurovision, það vantar meira stuð og meira rokk," segir Óttarr Proppé, annar söngvara rokkskrímslisins Dr. Spock. Hljómsveitin flytur lag Dr. Gunnar Hvar ertu nú? í Laugardagslögunum á morgun.

Þar mætir þeim hörð samkeppni þar sem Birgitta Haukdal og MagniÁsgeirsson flytja lag Hafdísar Huldar í sama þætti.

Óttarr segir það frábært að Dr. Spock fái alvöru samkeppni frá góðum flytjendum. „Það er gott að vita að það er fólk þarna sem kann að skemmta," segir hann.

Magni Ásgeirsson var upptekinn við að flísaleggja í eldhúsi sínu í Hveragerði þegar 24 stundir náðu í hann. „Ég og Birgitta erum miklir aðdáendur Dr. Spock. Þannig að ég hlakka mikið til að deila með þeim sviðinu," sagði hann. „Við erum afskaplega afslöppuð með keppnina, við erum ekki að farast úr stressi. Við tókum móralska ákvörðun um að ráða enga finnska sprengjusérfræðinga."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar