Nightwish til Íslands

Hin finnska Nightwish með Anette Olzon, nýrri söngkonu.
Hin finnska Nightwish með Anette Olzon, nýrri söngkonu.

Fyrir u.þ.b. tíu árum varð sinfóníska þungarokkið til sem sérstök stefna en einn helsti framvörður hennar frá fyrstu tíð hefur verið finnska sveitin Nightwish. Hún er leidd af sópransöngkonu og hefur borið höfuð og herðar yfir þær sveitir sem feta svipaða slóð.

Í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins var viðtal við fyrrverandi söngkonu sveitarinnar, Törju Turunen, en hún hefur nú hrundið sólóferli af stað. Ný söngkona, Anette Olzon, gekk til liðs við sveitina í vor og platan Dark Passion Play kom út í haust og hefur henni verið vel tekið, bæði af aðdáendum sem og gagnrýnendum.

Það er Snorri H. Guðmundsson sem stendur að heimsókn sveitarinnar í gegnum fyrirtæki sitt Antkind (www.antkind com). Þess má að lokum geta að landar Nightwish, Amorphis, hita upp. Það er ekki minni vigt á bakvið þá fjölkunnugu sveit sem hefur átt langan feril að baki en síðasta plata hennar, Silent Waters, hefur fengið lofsamlega dóma. Þeir sem vilja sitt þungarokk með blæbrigðum „æðri“ tónlistarinnar ættu því að geta núið saman höndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir