The Jesus and Mary Chain vinna að nýrri plötu

Jim og William Reid í The Jesus & Mary Chain.
Jim og William Reid í The Jesus & Mary Chain.

Goðsagnir gaddavírsrokksins, The Jesus and Mary Chain, eru að henda í nýja plötu. Mannkyn allt (ókei, gamlir nýbylgjuhundar) fagnar! Þessi áhrifaríka skoska sveit, sem er leidd af bræðrunum Jim og William Reid, kom saman á nýjan leik snemma á þessu ári en þá höfðu þeir bræður ekki talast við í níu ár, og þeir ganga svo langt að viðurkenna að þeir hafi hatað hvor annan af öllu hjarta í allan þann tíma.

Umboðsmaður þeirra, Kevin Oberlin, lýsir því að hann hafi verið að vinna við að koma sólóplötum bræðranna í gang og hann hafi reynt að bóka Jim á Coachella-hátíðina en fengið gagntilboð um að The Jesus and Mary Chain léki á hátíðinni í staðinn.

„Við töldum að þeir tónleikar myndu koma sólóplötunum á rekspöl en daginn eftir tónleikana lýstu bræðurnir því yfir í viðtali að þeir ætluðu að gera nýja Mary Chain-plötu,“ segir umbinn.

William, sá hljóðlátari af bræðrunum, segir að hatrið á sínum tíma hafi m.a. stafað af svalli með vín og eiturlyf. Í dag er Jim hins vegar edrú og William er slakari í sullinu en hann var.

„Við gerum okkur þó grein fyrir því að við gætum snappað hvenær sem er,“ sagði hann í viðtali við Billboard og hló við. „En við reynum. Við elskum þessa hljómsveit – og hvor annan.“

Samkvæmt Oberlin bítast útgáfufyrirtæki af öllum stærðum og gerðum um plötuna, sem kemur út næsta vor. Ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum enn. Nýtt lag, „All things Must Pass“, var flutt í þætti Davids Lettermans í sumar. Einkar hæfandi lagatitill verður að segjast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir