The Jesus and Mary Chain vinna að nýrri plötu

Jim og William Reid í The Jesus & Mary Chain.
Jim og William Reid í The Jesus & Mary Chain.

Goðsagnir gaddavírsrokksins, The Jesus and Mary Chain, eru að henda í nýja plötu. Mannkyn allt (ókei, gamlir nýbylgjuhundar) fagnar! Þessi áhrifaríka skoska sveit, sem er leidd af bræðrunum Jim og William Reid, kom saman á nýjan leik snemma á þessu ári en þá höfðu þeir bræður ekki talast við í níu ár, og þeir ganga svo langt að viðurkenna að þeir hafi hatað hvor annan af öllu hjarta í allan þann tíma.

Umboðsmaður þeirra, Kevin Oberlin, lýsir því að hann hafi verið að vinna við að koma sólóplötum bræðranna í gang og hann hafi reynt að bóka Jim á Coachella-hátíðina en fengið gagntilboð um að The Jesus and Mary Chain léki á hátíðinni í staðinn.

„Við töldum að þeir tónleikar myndu koma sólóplötunum á rekspöl en daginn eftir tónleikana lýstu bræðurnir því yfir í viðtali að þeir ætluðu að gera nýja Mary Chain-plötu,“ segir umbinn.

William, sá hljóðlátari af bræðrunum, segir að hatrið á sínum tíma hafi m.a. stafað af svalli með vín og eiturlyf. Í dag er Jim hins vegar edrú og William er slakari í sullinu en hann var.

„Við gerum okkur þó grein fyrir því að við gætum snappað hvenær sem er,“ sagði hann í viðtali við Billboard og hló við. „En við reynum. Við elskum þessa hljómsveit – og hvor annan.“

Samkvæmt Oberlin bítast útgáfufyrirtæki af öllum stærðum og gerðum um plötuna, sem kemur út næsta vor. Ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum enn. Nýtt lag, „All things Must Pass“, var flutt í þætti Davids Lettermans í sumar. Einkar hæfandi lagatitill verður að segjast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup