Ný skáldsaga Árna Þórarinssonar, Dauði trúðsins, verður gefin út hjá franska forlaginu Métalié á næsta ári og eru samningaviðræður um útgáfuréttinn einnig í gangi við aðila í Hollandi, Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi.
Það tók Anne-Marié Métalié, útgáfustjóra forlagsins Éditions Métalié í París, einungis fjóra daga frá því að hún fékk bókina í hendur að senda inn tilboð í útgáfuréttinn. Ákvörðun sína byggði hún á jákvæðum umsögnum og mikilli velgengni fyrri bókar Árna, Tíma nornarinnar.