Nonni „lifnar við“ á Akureyri

Rammi úr hreyfimynd sem tekin var 1942, þegar Nonni var …
Rammi úr hreyfimynd sem tekin var 1942, þegar Nonni var tæplega 85 ára og átti tvö ár eftir ólifuð. Nonni leikur á harmonikku fyrir börn. mbl.is

eftir Skapta Hallgrímsson

skapti@mbl.is

Málþing verður í Ketilhúsinu á Akureyri í dag í tilefni af fullveldisdeginum. Það eru Háskólinn á Akureyri, Akureyrarbær og Nonnahús sem standa að dagskránni í sameiningu og er hún tileinkuð Jóni Sveinssyni. Hún kallast „Fullveldi andans - Barnabókahöfundurinn Nonni“ og hefst kl. 11.

Flutt verða erindi um Nonna og kl. 13.15 verður sýnd hreyfimynd af honum sem nýlega fannst í Hollandi og er eina kvikmyndin sem til er af þessum kunna rithöfundi og jesúítapresti, svo vitað sé. Hreyfimynd þessi var sýnd á málþingi um Nonna í Köln í Þýskalandi um síðustu helgi en hefur ekki áður verið sýnd á Íslandi.

Á málþinginu flytur Jón Hjaltason sagnfræðingur erindi sem hann kallar Börn á Akureyri á 19. öld. Í kjölfarið fylgir Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur sem fjallar um „sannindi“ í Nonnabókunum, en Gunnar vinnur um þessar mundir að ritun ævisögu Nonna.

Strax að loknum hádegisverði verður hin nýfundna hreyfimynd eða myndband sýnt, tæplega 10 mínútna langt. Dagný Kristjánsdóttir fjallar eftir það um Nonna sem barnabókahöfund og Arnar Tryggvason leikur á harmonikku, en á myndbandinu sést m.a. þegar Nonni leikur á harmonikku fyrir börn.

Erindi Einars Kárasonar rithöfundar ber heitið Nonni í augum lesanda, og við málþingslok, um kl. 15, verður ekið að Íslandsklukkunni á lóð Háskólans á Akureyri. Klukkunni er jafnan hringt á fullveldisdaginn. Að þessu sinni hringir Íslandsklukkunni Haraldur Bessason, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri. Að því loknu syngja börn undir stjórn Björns Þórarinssonar og síðan verður boðið upp á veitingar. Vert er að geta þess að bæði dagskráin í Ketilhúsinu og athöfnin við Íslandsklukkuna eru öllum opin og fólk hvatt til þess að mæta.

Hreyfimyndin, sem áður er getið og Morgunblaðið sagði fyrst frá fyrir rúmri viku, fannst fyrir um það bil þremur vikum. Myndin er svarthvít og hljóðlaus. Brynhildur Pétursdóttir, Zontakona á Akureyri og safnstjóri Nonnasafnsins, sá upptökuna í Köln um síðustu helgi. „Það var ótrúlega gaman að sjá þetta. Ég hef kynnt mér Nonna mjög vel en þarna opnaðist alveg ný vídd. Myndin er ómetanleg heimild fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Brynhildur við Morgunblaðið eftir málþingið í Köln. Það var gömul, hollensk kona sem fann kvikmyndina á heimili sínu en myndin var tekin þegar hún var ung stúlka. Móðir hennar tók myndina á heimili þeirra árið 1942, þegar Nonni var að verða 85 ára og átti tvö ár eftir ólifuð.

Í kvikmyndinni sést Nonni ganga út úr klaustrinu í Valkenburg í Hollandi, þar sem hann bjó á þessum tíma, og síðan er sýnt frá heimsókn hans til fjölskyldunnar. „Hann gengur niður tröppur, með tvo stafi, en grípur síðar harmonikku og leikur fyrir börnin,“ sagði Brynhildur.

Úr hreyfimyndinni frá 1942, þegar hann var tæplega 85 ára …
Úr hreyfimyndinni frá 1942, þegar hann var tæplega 85 ára og átti tvö ár eftir ólifuð. Nonni skrifar á ritvél. mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir