Hraun komin í 5 sveita úrslit

Hljómsveitin Hraun.
Hljómsveitin Hraun. mbl.is/Golli

Hljómsveitin Hraun er komin í 5 hljómsveita úrslit í Next Big Thing tónlistarkeppni BBC. Í keppninni er leitað að björtustu vonum í röðum heimstónlistarmanna og tónlistar sem liggur utan garðs vinsældatónlistar.

Nokkur þúsund listamenn frá 88 löndum kepptu í keppninni og koma þeir sem lentu í undanúrslitum m.a. frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Tansaníu, Jamaíka, Frakklandi, Singapúr og Rússlandi. Nú standa einungis fimm sveitir eftir og munu þær hittast í London næstu helgi þar sem leikið verður fyrir lokadómarana þrjá, William Orbit, Talvin Singh og Nile Rodgers.

Hraun flýgur út til London föstudaginn 7. desember næstkomandi og mun á sunnudag leika fyrir dómarana þrjá og hitta hina keppendurna sem eru í úrslitum.

Heimasíða keppninnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir