Mark Wallinger hlaut Turnerverðlaunin

Mark Wallinger.
Mark Wallinger.

Mark Wallingar hlaut í dag Turnerverðlaunin fyrir verkið State Britain. Um er að ræða innsetningu sem samanstendur af ríflega 600 flöggum, fánum, myndum og boðum, sem friðarbaráttumaðurinn Brian Haws hafði á fimm árum komið fyrir andspænis Westminster-höllinni.

Leikarinn og leikstjórinn Dennis Hopper afhenti verðlaunin, sem eru 25.000 pund, við hátíðlega athöfn sem fram fór í Tate listasafninu í Liverpool.

 „Ég stend í þakkarskuld við alla þá sem áttu þátt í því að búa til State Britain,“ sagði Wallingar.

Á sýningunni sýndi Wallinger kvikmynd þar sem hann sést ganga um Þjóðarlistasafnið í Berlín í bjarnabúningi.

Þetta var í fyrsta sinn í 23 ára sögu verðlaunanna að þau eru afhent annarsstaðar en í Lundúnum.

Um 45.000 manns hafa séð sýningar þeirra sem tilnefndir hafa verið til Turnarverðlaunanna, en þær hafa verið í gangi frá því í október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka