Lohan og Ledger saman

Heath Ledger.
Heath Ledger. Reuters

Lindsay Lohan er nú komin á fast með ástralska leikaranum Heath Ledger, að því er fregnir herma. Í síðustu viku hætti hún með snjóbrettakappanum Riley Giles, en Ledger hitti hún um þarsíðustu helgi.

Lohan og Ledger hittust á næturklúbbi á Beatrice-hótelinu í New York og samkvæmt heimildamanni fór strax vel á með þeim. Þegar hún yfirgaf klúbbinn fór hún strax að senda honum sms, og þau hittust nokkrum sinnum á meðan hún var í New York.

„Þau hittust seint á kvöldin til að sofa saman. Þetta var eingöngu líkamlegt,“ sagði heimildamaðurinn.

Lohan mun hafa verið orðin þreytt á afbrýðisemi Rileys og lét hann róa fljótlega eftir að þau komu til Los Angeles frá New York.

Ledger er 28 ára. Hann sleit sambandinu við unnustu sína, Michelle Williams, í september. Þau eiga saman tveggja ára dóttur. Siðan hann hætti með Williams hefur sést til hans með ofurmódelinu Helenu Christiansen og ýmsum öðrum konum í samkvæmislífinu í New York.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir