Robbie Williams biðst afsökunar

Robbie Williams í stuði
Robbie Williams í stuði Reuters

Robbie Williams hyggst biðja fyrrum umboðsmann sinn afsökunar opinberlega fyrir að hafa veist að honum í söngtexta. Nigel Martin-Smith, var umboðsmaður hljómsveitarinnar Take That meðan Williams var meðlimur sveitarinnar á tíunda áratugnum.

Þetta kemur fram á fréttavef tónlistartímaritsins NME. 


Martin-Smith höfðaði mál gegn Williams vegna lagsins The 90's, en þar sakar söngvarinn umboðsmanninn fyrrverandi um að hafa stolið fé af hljómsveitinni.

Samkvæmt samkomulagi mun Williams greiða 500.000 pund, eða tæplega 65 milljónir króna í skaðabætur auk þess að biðjast opinberlega afsökunar á ummælunum. Williams neyddist á síðasta ári til að endurhljórita lagið vegna málshöfðunarinnar, en það kom fyrst út á breiðskífunni Rudebox, sem kom út í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir