Travolta heldur jól

John Travolta.
John Travolta. mbl.is

Þrátt fyrir að Íslandsvinurinn John Travolta og kona hans, Kelly Preston, séu í Vísindakirkjunni halda þau upp á jólin. Kelly sagði að þau færu til Maine, þar sem þau eiga hús og jólin verða hvít.

Kelly fór með börnin þeirra tvö, Ellu, sem er sjö ára, og Jett, sem er fimm, á fjáröflunarsamkomu hjá Vísindakirkjunni um helgina, en á morgun fara þau til Maine.

„Ég fer með krakkana á sleða og Johnny kemur og við skemmtum okkur öll konunglega á sleðanum í bakgarðinum,“ sagði Kelly.

Hún sagði ennfremur frá því að þau vonuðust til að eignast eitt barn í viðbót, ef allt gengi að óskum yrði það komið í heiminn fyrir næstu jól.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar