Frægðarför til Færeyja

Karlakór Reykjavíkur.
Karlakór Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn

Karlakór Reykjavíkur gagntók Færeyinga með söng sínum, en kórinn hélt þrenna tónleika í Færeyjum um helgina, eina í Klakksvík og tvenna í Þórshöfn, auk þess sem kórinn söng við messu í Þórshafnarkirkju. Í Klakksvík söng kórinn fyrir troðfullri kirkju; setið var og staðið í hverju skúmaskoti, og margir þurftu frá að hverfa.

Sömu sögu var að segja á tónleikunum í Havnarkirkju, en presturinn þar sagði að aðsóknin á tónleikana í kirkjunni væri met. Það tók tímann sinn að koma öllum fyrir, og fólk sat jafnvel bak við kórinn, við altarisgráturnar, auk þess sem margir urðu að láta sér nægja að standa. Á efnisskrá kórsins var aðventu- og jólatónlist frá ýmsum tímum.

Lyfti fólki í hæðir

Í frétt Útvarps Færeyja af tónleikunum sagði meðal annars: „Karlakór Reykjavíkur söng af miklum innileik. Þessi fjölmenni kór undir stjórn Friðriks Kristinssonar söng þekkt jólalög, en líka meira krefjandi tónlist, eftir Bach og Schubert. Öllum þeim sem tókst að rífa sig frá hversdeginum og hlusta var lyft í hæðir. [...] Tveir söngvarar kórsins sungu einsöng, annar þeirra sérstaklega minnti á Pavarotti og önnur stórmenni söngsins, þegar hann söng Ave Maria.

Það eina sem hægt er að finna að tónleikunum var að ekki voru næg sæti fyrir alla. Af söngnum að dæma er kórinn framúrskarandi vel þjálfaður og heildarsvipur tónleikanna afburða góður.“

Hjartnæmar móttökur

Að sögn söngmanna Karlakórs Reykjavíkur voru móttökur Færeyinga einstakar og sérstaklega hlýlegar. Það var Tórshavnar Manskór sem var gestgjafi kórsins, og söng með honum í þremur lögum á tónleikunum. Viðtökur almennings voru sömuleiðis hjartnæmar og var kórnum vel fagnað og innilega á öllum tónleikunum, en tónleikagestir sungu með í nokkrum jólasálmum sem báðar þjóðirnar syngja. Færeyingar létu uppi óskir um að kórinn kæmi fljótt aftur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup