Heidi Klum er með gullfisk í bleyjupokanum til að skemmta börnunum sínum, sem eru eins, tveggja og þriggja ára. Heidi segist eiginlega vera hissa á því hvað hún þurfi að vera með mikið af dóti í bleyjupokanum.
„Ég þarf helling af bleyjum í öllum stærðum. Svo eru þar alltaf blautklútar, mjólk, vatn, gullfiskur - það þarf að hafa allskonar dót með til að hafa ofan af fyrir þeim, eins og til dæmis banana Henry borðar þrjá banana á dag!“
Henry er yngsta barnið hennar.
Þetta kom fram í viðtali við Heidi í bandaríska tímairitnu OK. Þar greindi Heidi, sem er 34 ára, ennfremur frá því hvernig hún færi að því að koma línunum í lag eftir barneignir:
„Ég er mjög dugleg að hreyfa mig. Ég borða mjög heilsusamlega. Mér finnst heilsusamlegur matur virkilega góður. Ég er hrifin af því sem gerir mér gott. Stundum sleppi ég mér í óhollustu, en aldrei mikið.“