Norsk Silvía Nótt á Íslandi

Pia Haraldsen er með þátt á TV2 í Noregi og …
Pia Haraldsen er með þátt á TV2 í Noregi og fjallað er um hana á heimasíðu sjónvarpsstöðvarinnar.

Norska sjón­varps­kon­an Pia Har­ald­sen, sem nýt­ur mik­illa vin­sælda í Nor­egi fyr­ir grín­fréttaþátt­inn Rödd þjóðar­inn­ar, eða Rikets Røst, kom hingað til lands í vik­unni og tók skopviðtöl við þing­menn, fjár­málaráðherra og banka­stjóra Lands­bank­ans. Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, boðaði hins veg­ar for­föll.

Rikets Røst er gríðarlega vin­sæll grín­fréttaþátt­ur sem er sýnd­ur einu sinni í viku á sjón­varps­stöðinni TV2. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vegard Thomassen, fram­leiðanda þátt­anna, horf­ir um hálf millj­ón Norðmanna á Rikets Røst í viku hverri og hef­ur hann verið á dag­skrá stöðvar­inn­ar í rúm þrjú ár.

Pia Har­ald­sen sér um frétta­flutn­ing af er­lend­um vett­vangi fyr­ir þátt­inn. Frægt er viðtal henn­ar við borg­ar­ráðsmann­inn James Oddo frá New York sem nán­ast fleygði Piu og upp­tök­uliði út af skrif­stofu sinni þegar fífla­spurn­ing­ar Piu náðu há­marki.

Besta landi í heimi

Til­efni viðtal­anna hér á landi er nýbirt­ur lífs­kjaralisti Sam­einuðu þjóðanna en eins og kunn­ugt er skaust Íslandi upp fyr­ir Nor­eg á list­an­um. Vegard Thomassen fram­leiðandi þátt­anna staðfesti við Morg­un­blaðið að Pia hafi tekið viðtöl við Dag B. Eggerts­son borg­ar­stjóra, að minnsta kosti tvo þing­menn og Hall­dór J. Kristjáns­son banka­stjóra Lands­bank­ans.

Morg­un­blaðið hef­ur þá einnig heim­ild­ir fyr­ir því að Pia hafi rætt við Árna M. Mat­hiesen fjár­málaráðherra og að ætl­un­in hafi verið að ræða við Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra. Geir mun þó hafa afboðað viðtalið á síðust stundu sök­um veik­inda. Að sögn Veg­ards gengu viðtöl­in mjög vel fyr­ir sig og þó að menn hafi kveikt mis­jafn­lega fljótt á per­unni varð eng­inn sár­reiður vegna fífla­lát­anna.

„Þið eru af­skap­lega kurt­eis þjóð. Viðmæl­end­ur voru held­ur undr­andi á sum­um spurn­ing­un­um en þegar öll kurl komust til graf­ar, tóku menn þessu með jafnaðargeði. Við feng­um í raun staðfest­ingu á því að Ísland er besta land heimi."

Vefsíða TV2
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Vitund þín hefur gjörbreyst og sömuleiðis dagskráin hjá þér. Gættu þess að hleypa ekki of mörgum að þér og vandaðu val þeirra sem komast að.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Vitund þín hefur gjörbreyst og sömuleiðis dagskráin hjá þér. Gættu þess að hleypa ekki of mörgum að þér og vandaðu val þeirra sem komast að.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell