Eiríkur Hauksson slær í gegn í norsku sjónvarpi

Keppendurnir í Beat for Beat ásamt stjórnanda.
Keppendurnir í Beat for Beat ásamt stjórnanda.

„Við burstuðum þetta náttúrlega, enda vanur maður og vön kona á ferð," segir Eiríkur Hauksson, en hann og Eurovision-stjarnan Charlotte Nillson komu, sáu og sigruðu í norska tónlistarþættinum Beat for Beat í síðustu viku.

Beat for Beat er byggður á sama grunni og Það var lagið, sem Hemmi Gunn stjórnaði á Stöð 2. Þátturinn er sýndur í norska ríkissjónvarpinu og er einn vinsælasti sjónvarpsþáttur landsins.

„Þeir settu keppnina þannig upp að Noregur var á móti Íslandi og Svíþjóð," segir Eiríkir. Hann var staddur í Vínarborg á tónleikaferðalagi ásamt hljómsveit Ken Hensley, gítarleikara Uriah Heep, þegar 24 stundir náðu í hann. „Það er mikið horft á þennan þátt og gaman að vera með."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar