Breska hljómsveitin Radiohead hefur tilkynnt að hún ætli að halda 16 tónleika víðsvegar um Evrópu næsta sumar, og mun hún meðal annars koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku 2008.
Að sögn Reuters mun hljómsveitin kynna nýjustu plötu sína, In Rainbows, sem hægt er að hlaða niður af netinu gegn frjálsri greiðslu. Hún kemur út á geisladiski snemma á næsta ári.
Hægt er að sjá hvar Radiohead munu spila á vefsíðu þeirra www.radiohead.com/tourdates/