Hæðst að Þórarni

Þórarinn Ingi Jónsson.
Þórarinn Ingi Jónsson.

Það leið skammur tími frá því fyrstu fréttir tóku að berast af viðbúnaði lögreglu, vegna vídeólistaverks íslenska listnemans Þórarins Inga Jónssonar, þar til teiknimynd hafði verið gerð um hann og sett á YouTube, undir nafni DangerBoysProduction Channel, sérstakrar rásar á vefnum, ef rás er hægt að kalla.

Í stuttu máli, fyrir þá sem ekki hafa fylgst með fréttum, skildi Þórarinn eftir pakka í listasafni í Toronto sem á stóð: „Þetta er ekki sprengja“ og leiddi það til þess að sprengjusveit var kölluð út og viðburðum í nágrenni safnsins aflýst.

Netverjar hafa verið iðnir við að níða af Þórarni skóinn og á YouTube má sjá fyrrnefnda teiknimynd.

Teiknimyndin ber yfirskriftina „Art“. Ungur maður stendur á sviði og muldrar að hann heiti Þórarinn Ingi Jónsson og ætli að búa til verk sem líkist sprengju og skilja það eftir í listasafni. „Ég er viss um að ekkert slæmt hlýst af því að búa til gervisprengju. Það verður mjög listrænt!“ segir „Þórarinn“. Hann heldur ásamt vinum sínum á safnið, skilur sprengjuna eftir og muldrar að það sé nú ekki eins og rörsprengjur séu yfirleitt til. Þegar út er komið er hann handtekinn af tveimur lögreglumönnum sem segja honum að það að koma fyrir gervisprengju í listasafni sé ekki list. Þórarinn svarar löggunum því að þær skilji ekki list hans, hún sé of flókin fyrir þá. Því næst er hann barinn og honum hent í fangelsi. Í klefanum segir „Þórarinn“ að þetta sé sannarlega listræn reynsla.

Sannast sagna er teiknimyndin heldur illa gerð og ósmekkleg. Áhorfendur hafa gert athugasemdir við myndina, m.a. bent á rétt manna til tjáningar- og skoðanafrelsis. Annar bendir á að „fíflið/listamaðurinn“ hafi eytt peningum skattgreiðenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir