Nefnir gítar Múhameð

Dóri með Múhameð.
Dóri með Múhameð.

Dóri Braga­son blús­gít­ar­leik­ari var að fá for­láta gít­ar í af­mæl­is­gjöf. Hann hef­ur nú að blús­manna sið nefnt gít­ar­inn sinn og gaf hon­um nafnið Múhameð. Á af­mæl­is­degi Dóra héldu vin­ir hans óvænta af­mæl­is­veislu. Hápunkt­ur­inn var þegar Dóri fékk for­láta Fend­er-gít­ar í af­mæl­is­gjöf.

Um var að ræða svart­an American Dou­ble Fat Strat með Si­dew­ind­er Humbuck­ing Pickup og Black Cobra Humbuck­ing Pickup. Þetta skilja nú ekki all­ir en gít­ar­inn er fínn. En hvers vegna „Múhameð?"

„Þetta er ekk­ert endi­lega póli­tísk yf­ir­lýs­ing, fólk verður bara að túlka þetta eins og það vill," seg­ir Dóri. „Gít­ar­inn gæti rétt eins heitið eft­ir afa Múhameðs spá­manns, hvað veit maður? Þetta er alla­vega ekki gert til að móðga neinn. Við nafn­gift­ina öðlast hljóðfærið mun meiri sál en ef það héti bara Fend­er Stratoca­ster. Það er hefð meðal blús­ara að skíra hljóðfær­in sín og all­ir gít­ar­arn­ir mín­ir heita eitt­hvað, eins og til dæm­is Rauður og Bumba."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þolinmæði þrautir vinnur allar og það munt þú reyna eins og svo margir aðrir. Láttu reyna á samstarfsvilja annarra því sigurinn er sætari í hóp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þolinmæði þrautir vinnur allar og það munt þú reyna eins og svo margir aðrir. Láttu reyna á samstarfsvilja annarra því sigurinn er sætari í hóp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir