Nefnir gítar Múhameð

Dóri með Múhameð.
Dóri með Múhameð.

Dóri Bragason blúsgítarleikari var að fá forláta gítar í afmælisgjöf. Hann hefur nú að blúsmanna sið nefnt gítarinn sinn og gaf honum nafnið Múhameð. Á afmælisdegi Dóra héldu vinir hans óvænta afmælisveislu. Hápunkturinn var þegar Dóri fékk forláta Fender-gítar í afmælisgjöf.

Um var að ræða svartan American Double Fat Strat með Sidewinder Humbucking Pickup og Black Cobra Humbucking Pickup. Þetta skilja nú ekki allir en gítarinn er fínn. En hvers vegna „Múhameð?"

„Þetta er ekkert endilega pólitísk yfirlýsing, fólk verður bara að túlka þetta eins og það vill," segir Dóri. „Gítarinn gæti rétt eins heitið eftir afa Múhameðs spámanns, hvað veit maður? Þetta er allavega ekki gert til að móðga neinn. Við nafngiftina öðlast hljóðfærið mun meiri sál en ef það héti bara Fender Stratocaster. Það er hefð meðal blúsara að skíra hljóðfærin sín og allir gítararnir mínir heita eitthvað, eins og til dæmis Rauður og Bumba."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir