Jólalest Coca-Cola hefur verið árlegur viðburður í jólaundirbúningi höfuðborgarbúa undanfarin 12 ár og er engin undantekning gerð á því nú. Upplýstir sendibílar Vífilfells fóru víðar um borgina en oft áður, til Mosfellsbæjar og nýju hverfanna við Elliðavatn.
Fimm bílar skreyttir samanlagt 2 kílómetrum af ljósaseríum og útbúnir hljóðkerfi sem myndi hæfa vel á stórtónleikum.