Madonna leitar að prinsessu

Madonna ásamt Lourdes dóttur sinni og David Banda.
Madonna ásamt Lourdes dóttur sinni og David Banda. Reuters

Orðróm­ur er uppi um að söng­kon­an Madonna hafi sent sveit und­ir­manna sinna til Mala­ví til þess að finna fyr­ir sig stúlku­barn til ætt­leiðing­ar. Popp­stjarn­an ætt­leiddi son­inn Dav­id frá Mala­ví í fyrra og er sögð áköf í að finna hon­um syst­ur sömu þjóðar. „Þið skuluð ekki hætta fyrr en þið finnið handa mér prins­essu,“ á Madonna að hafa sagt við út­send­ara sína. Fyr­ir­mæli þeirra voru að út­búa lista yfir níu munaðarlaus­ar stúlk­ur sem tryggt væri að ættu ekki fjöl­skyld­ur sem myndu setja sig upp á móti ætt­leiðing­unni.

Madonna hef­ur áður brennt sig á að setja það skil­yrði ekki nógu skýrt fram, því hún var búin að velja tæp­lega tveggja ára gamla stúlku að nafni Mercy, en varð fyr­ir von­brigðum þegar frændi henn­ar kom í veg fyr­ir að hún yrði send úr landi. „Ég vil frek­ar berj­ast við að sjá fyr­ir Mercy hér en að senda hana óra­langt í burtu til að búa með hvítri stjörnu,“ var haft eft­ir Peter Banet, nán­asta ætt­ingja Mercy.

Madonna
Madonna AP
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir