Sýnir í New York og kaupir kartöflugeymslu

Óli G. Jóhannsson
Óli G. Jóhannsson mbl.is/Jón Svavarsson

Óla G. Jó­hanns­syni list­mál­ara á Ak­ur­eyri hef­ur verið boðið að halda einka­sýn­ingu í Opera-galle­rí­inu í New York og verður hún opnuð 1. maí næst­kom­andi. Galle­ríið er umboðsaðili Óla á er­lendri grundu og skemmst er að minn­ast sýn­ing­ar hans á veg­um þess í Lund­ún­um sl. sum­ar, þar sem öll verk­in, 14 að tölu, seld­ust á opn­un­ar­dag­inn.

„Ég get ekki neitað því að ég er spennt­ur. Það verður gam­an að sjá hvernig viðtök­ur maður fær í henni Am­er­íku,“ seg­ir Óli en það er ekki á hverj­um degi sem ís­lensk­ir mynd­list­ar­menn halda einka­sýn­ingu í New York. Óli ger­ir það ekki enda­sleppt þessa dag­ana því hann hef­ur fest kaup á gömlu kart­öflu­geymsl­unni efst í listagil­inu á Ak­ur­eyri af arki­tekta­stof­unni Koll­gátu og fær hann hús­næðið af­hent í janú­ar. Hyggst hann opna þar list­hús sem hlotið hef­ur nafnið Fest­arklett­ur. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Rómantíkin er allsráðandi í dag eftir full vitsmunalegar áherslur síðustu daga. Kannski langar þig til að vera innan við fólk þótt það sé stundum krefjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Rómantíkin er allsráðandi í dag eftir full vitsmunalegar áherslur síðustu daga. Kannski langar þig til að vera innan við fólk þótt það sé stundum krefjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell