Sýnir í New York og kaupir kartöflugeymslu

Óli G. Jóhannsson
Óli G. Jóhannsson mbl.is/Jón Svavarsson

Óla G. Jóhannssyni listmálara á Akureyri hefur verið boðið að halda einkasýningu í Opera-galleríinu í New York og verður hún opnuð 1. maí næstkomandi. Galleríið er umboðsaðili Óla á erlendri grundu og skemmst er að minnast sýningar hans á vegum þess í Lundúnum sl. sumar, þar sem öll verkin, 14 að tölu, seldust á opnunardaginn.

„Ég get ekki neitað því að ég er spenntur. Það verður gaman að sjá hvernig viðtökur maður fær í henni Ameríku,“ segir Óli en það er ekki á hverjum degi sem íslenskir myndlistarmenn halda einkasýningu í New York. Óli gerir það ekki endasleppt þessa dagana því hann hefur fest kaup á gömlu kartöflugeymslunni efst í listagilinu á Akureyri af arkitektastofunni Kollgátu og fær hann húsnæðið afhent í janúar. Hyggst hann opna þar listhús sem hlotið hefur nafnið Festarklettur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka