Sýnir í New York og kaupir kartöflugeymslu

Óli G. Jóhannsson
Óli G. Jóhannsson mbl.is/Jón Svavarsson

Óla G. Jóhannssyni listmálara á Akureyri hefur verið boðið að halda einkasýningu í Opera-galleríinu í New York og verður hún opnuð 1. maí næstkomandi. Galleríið er umboðsaðili Óla á erlendri grundu og skemmst er að minnast sýningar hans á vegum þess í Lundúnum sl. sumar, þar sem öll verkin, 14 að tölu, seldust á opnunardaginn.

„Ég get ekki neitað því að ég er spenntur. Það verður gaman að sjá hvernig viðtökur maður fær í henni Ameríku,“ segir Óli en það er ekki á hverjum degi sem íslenskir myndlistarmenn halda einkasýningu í New York. Óli gerir það ekki endasleppt þessa dagana því hann hefur fest kaup á gömlu kartöflugeymslunni efst í listagilinu á Akureyri af arkitektastofunni Kollgátu og fær hann húsnæðið afhent í janúar. Hyggst hann opna þar listhús sem hlotið hefur nafnið Festarklettur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach