Biðlar til dóttur sinnar

Amy Winehouse.
Amy Winehouse. Reuters

Móðir söngkonunnar Amy Winehouse hefur ritað dóttur sinni opinbert bréf þar sem hún biður hana að hafa samband og koma heim. Auk þess sem hún minnir hana á að hjálp sé í boði.

„Þetta bréf er mín leið til að láta þig vita að það eina sem þú þarft að gera er að koma til okkar og við munum gera allt til að láta þér batna,“ skrifar Janis Winehouse í bréfinu sem var birt í dagblaðinu News of the World. „Eftir allt ertu ennþá barnið mitt og verður alltaf.“

Tónlistarferill Winehouse er nú í bið vegna vandræðagangsins sem er á henni og eiginmaður hennar, Blake Fielder-Civil, situr í fangelsi.

Móðir hinnar 24 ára stjörnu ráðleggur henni að taka upp síman, hringja heim og láta vita hvað er að angra hana. „Hún er ennþá ung og viðkvæm þó hún sé orðin stórstjarna,“ segir mamman.

Winehouse hefur komist ansi oft í blöðin á árinu vegna fíkniefna- og áfengismisnotkunar.

„Hvar sem þú ert og hvað sem þú þarft, erum við hér fyrir þig dag og nótt. Ég vona að þú vitir það,“ lýkur mamma hennar bréfinu.

Winehouse var tilnefnd til sex Grammy verðlauna í síðustu viku, meðal annars fyrir plötu ársins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar