Jolie kynþokkafyllst enn og aftur

Angelina Jolie.
Angelina Jolie. Reuters

Angelina Jolie trónir efst á lista yfir 100 kynþokkafyllstu kvikmyndastjörnur sem hafa lifað. Það var Empire tímaritið sem stóð fyrir kosningunni til að finna fallegustu stjörnu hvíta tjaldsins hingað til.

Jolie hlaut titilinn vegna fagurs vaxtarlags, heillandi augna og þykkra vara.

Í öðru sæti er unga kvikmyndaleikkonan Natalie Portman sem náði að gera snoðklippingu kynþokkafulla í myndinni V for Vendetta.

James Bond leikarinn Daniel Craig, sem fékk konur til að dæsa í Casino Royale þegar hann gekk upp úr sjónum í blárri, þröngri sundskýlu, lendir í þriðja sæti, efstur karlmanna. Næstur karla er Johnny Depp í fimmta sæti. Matt Damon sem var nýlega valinn kynþokkafyllsti karlmaður á lífi af tímaritinu People nær ekki nema sautjánda sæti á listanum.

Það voru um 20.000 kvikmyndaaðdáendur sem kusu á listann.

Tíu kynþokkafyllstu kvikmyndastjörnurnar eru:

1. Angelina Jolie
2. Natalie Portman
3. Daniel Craig
4. Jessica Alba
5. Johnny Depp
6. Eva Green
7. Brad Pitt
8. Scarlett Johansson
9. Keira Knightley
10. Gerard Butler

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka