Karlar vilja pakka en konur upplifanir

Karlar og konur í Danmörku eru sammála um að vilja …
Karlar og konur í Danmörku eru sammála um að vilja flatskjá í jólapakka. mbl.is/ Kjartan Þorbjörnsson

Mikill munur er á því hvað karlar og konur í Danmörku óska sér í jólagjöf samkvæmt nýrri könnun Pricerunner.dk. Samkvæmt  könnuninni vilja karlar helst harða pakka en konur upplifanir, á borð við leikhúsferðir eða dvöl á heilsulindum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten. 

Efst á óskalista danskra karlmanna eru leikjatölvur, tölvuleikir og GPS staðsetningartæki. Næst á eftir upplifunum óska konur sér hins vegar fatnaðar og fylgihlutir. Kynin eiga það hins vegar sameiginlegt að geta vel hugsað sér að fá  flatskjá.

Einnig kemur fram í könnuninni að 64% Dana gefi sjálfum sé jólagjafir og að fái þeir ferðagjafir, vilji karlarnir helst fara til Bandaríkjanna en konurnar halda sig innan Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir