Karlar vilja pakka en konur upplifanir

Karlar og konur í Danmörku eru sammála um að vilja …
Karlar og konur í Danmörku eru sammála um að vilja flatskjá í jólapakka. mbl.is/ Kjartan Þorbjörnsson

Mikill munur er á því hvað karlar og konur í Danmörku óska sér í jólagjöf samkvæmt nýrri könnun Pricerunner.dk. Samkvæmt  könnuninni vilja karlar helst harða pakka en konur upplifanir, á borð við leikhúsferðir eða dvöl á heilsulindum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten. 

Efst á óskalista danskra karlmanna eru leikjatölvur, tölvuleikir og GPS staðsetningartæki. Næst á eftir upplifunum óska konur sér hins vegar fatnaðar og fylgihlutir. Kynin eiga það hins vegar sameiginlegt að geta vel hugsað sér að fá  flatskjá.

Einnig kemur fram í könnuninni að 64% Dana gefi sjálfum sé jólagjafir og að fái þeir ferðagjafir, vilji karlarnir helst fara til Bandaríkjanna en konurnar halda sig innan Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir