Vonbrigði með aðsókn á Gyllta áttavitann

Gyllti áttavitinn frumsýndur
Gyllti áttavitinn frumsýndur AP

Þrátt fyrir að ævintýramyndin Gyllti áttavitinn (Golden Compass) hafi verið mest sótta kvikmyndin í kvikmyndahúsum vestanhafs um helgina þá var aðsóknin minni heldur en forsvarsmenn kvikmyndarinnar höfðu vonast til. Alls skilaði myndin 26,1 milljón dala í kassann um helgina en hún var frumsýnd í vikunni sem leið.

Meðal leikara í Gyllta áttavitanum eru Nicole Kidman og Daniel Craig en gerð myndarinnar kostaði 180 milljónir dala, samkvæmt frétt BBC. Forsvarsmenn dreifingaraðila myndarinnar, New Line Cinema, segja að það valdi vonbrigðum að hún hafi ekki skilað meiri tekjum um helgina þar sem spár fyrirtækisins gerðu ráð fyrir að tekjurnar næmu 30-40 milljónum dala.

Kvikmyndin Enchanted var önnur vinsælasta kvikmynd helgarinnar vestanhafs en hún skilaði 10,7 milljónum dala í kassann. Í þriðja sæti var kvikmyndin This Christmas.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar