Vonbrigði með aðsókn á Gyllta áttavitann

Gyllti áttavitinn frumsýndur
Gyllti áttavitinn frumsýndur AP

Þrátt fyr­ir að æv­in­týra­mynd­in Gyllti átta­vit­inn (Gold­en Compass) hafi verið mest sótta kvik­mynd­in í kvik­mynda­hús­um vest­an­hafs um helg­ina þá var aðsókn­in minni held­ur en for­svars­menn kvik­mynd­ar­inn­ar höfðu von­ast til. Alls skilaði mynd­in 26,1 millj­ón dala í kass­ann um helg­ina en hún var frum­sýnd í vik­unni sem leið.

Meðal leik­ara í Gyllta átta­vit­an­um eru Nicole Kidm­an og Daniel Craig en gerð mynd­ar­inn­ar kostaði 180 millj­ón­ir dala, sam­kvæmt frétt BBC. For­svars­menn dreif­ing­araðila mynd­ar­inn­ar, New Line Cinema, segja að það valdi von­brigðum að hún hafi ekki skilað meiri tekj­um um helg­ina þar sem spár fyr­ir­tæk­is­ins gerðu ráð fyr­ir að tekj­urn­ar næmu 30-40 millj­ón­um dala.

Kvik­mynd­in Enchan­ted var önn­ur vin­sæl­asta kvik­mynd helgar­inn­ar vest­an­hafs en hún skilaði 10,7 millj­ón­um dala í kass­ann. Í þriðja sæti var kvik­mynd­in This Christ­mas.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Gætttu þess að ofmetnast ekki því dramb er falli næst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Gætttu þess að ofmetnast ekki því dramb er falli næst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell