Góð ferð Hrauns en þó ekki til fjár

Hljómsveitin Hraun
Hljómsveitin Hraun mbl.is/Golli

„Ég má ekki upplýsa hver vann keppnina en ég get sagt þér að við unnum ekki,“ segir Svavar Knútur Kristinsson, söngvari Hrauns og strandaglópur á Standstead-flugvelli, en hljómsveit Svavars var ein fimm sveita sem komust í úrslit tónlistarkeppni BBC The Next Best Thing.

„En þetta var ólýsanlega skemmtileg ferð og það gekk allt upp hjá okkur. Við eignuðumst marga vini sem við eigum alveg ábyggilega eftir að starfa með í framtíðinni og þess má einnig geta að sigursveitin er að öllum líkindum á leiðinni hingað til lands á næsta ári.“

Eins og áður hefur komið fram verður úrslitakeppnin sýnd á BBC nú á fimmtudag og þá kemur í ljós hver bar sigur úr býtum í keppninni. Þrátt fyrir ítrekaðar veiðitilraunir verður Svavari ekki landað, enda samningsbundinn BBC um að upplýsa ekki um sigurvegarann. „Því miður, þetta kemur allt í ljós.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson