Gunnar rotaði breskan sérsveitarmann

Gunnar lætur höggin dynja á andstæðingnum.
Gunnar lætur höggin dynja á andstæðingnum.

„Það er eng­inn bar­dagi auðveld­ur, en hann fór á minn veg. Ég lét hann spila minn leik og það heppnaðist full­kom­lega," seg­ir bar­dag­aíþróttamaður­inn Gunn­ar Nel­son um sig­ur­inn á sér­sveit­ar­mann­in­um Barry Mairs í blönduðum bar­dagalist­um.

Gunn­ar sigraði Barry með rot­höggi þegar rúm­ar þrjár mín­út­ur voru liðnar af fyrstu lotu. Hver lota er fimm mín­útna löng í blönduðum bar­dagalist­um og bar­ist er í þrjár lot­ur.

Gunn­ar er at­vinnumaður í íþrótt­inni í Bretlandi og býr ásamt þjálf­ara sín­um í Manchester. Hann hef­ur unnið fjóra at­vinnu­manna­bar­daga í röð, alla í fyrstu lotu.

„Ef ég næ þeim á flótta get ég auðveld­lega haft áhrif á þá," seg­ir Gunn­ar um aðferðina sem hann not­ar til að klekkja á and­stæðing­um sín­um. „Ég tek þá niður og vinn í jörðinni. Aðal­málið er að plata þá þegar ég er að taka þá niður. Láta þá halda að ég ætli að kýla þá. Í raun­inni er rosa­lega erfitt fyr­ir þá að kýla mig því þeir eru alltaf að hugsa um að ég sé að fara að taka þá niður."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Rómantíkin er allsráðandi í dag eftir full vitsmunalegar áherslur síðustu daga. Kannski langar þig til að vera innan við fólk þótt það sé stundum krefjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Rómantíkin er allsráðandi í dag eftir full vitsmunalegar áherslur síðustu daga. Kannski langar þig til að vera innan við fólk þótt það sé stundum krefjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell