Ingvar E. Sigurðsson vann Napapijri-verðlaunin fyrir túlkun sína á rannsóknarlögreglumanninum Erlendi í kvikmynd Baltasar Kormáks, Mýrinni, á kvikmyndahátíðinni Courmayeur Noir sem lauk á Ítalíu um nýliðna helgi.
Tólf kvikmyndir, þar á meðal Mýrin, kepptu um aðalverðlaun hátíðarinnar, Svarta ljónið, sem þýska myndin Der Andere Junge eftir Voker Einrauch hreppti að þessu sinni.