Michael Schumacher settist undir stýrið á leigubíl á leið sinni út á flugvöll og greiddi leigubílstjóranum vel útilátið þjórfé fyrir að setjast í farþegasætið. Fyrrum heimsmeistarinn í kappakstri var of seinn í flug og tók því við akstrinum.
Reuters fréttastofan hefur eftir þýska dagblaðinu Münchner Abendzeitung að Schumacher hafi verið í fríi í þorpinu Gehuelz nærri Coburg með fjölskyldunni.