Jodie Foster staðfestir ástarsamband

Jodie Foster í myndinni The Brave One.
Jodie Foster í myndinni The Brave One.

Kvikmyndaleikkonan Jodie Foster hefur staðfest opinberlega að hún sé samkynhneigð. Foster þakkaði kvikmyndaframleiðandanum Cydney Bernard stuðninginn er hún tók við viðurkenningu tímaritsins Hollywood Reporter í Los Angeles í síðustu viku. Var það í fyrsta skipti sem hún nefndi Cydney opinberlega en þær eru sagðar hafa átt í ástarsambandi í fimmtán ár.

„Mig langar að þakka minni fögru Cydney sem stendur alltaf með mér í blíðu og stríðu,” sagði hún. Foster hefur fram til þessa alfarið neitað að ræða ástarmál sín en hún á tvo ófeðraða syni, Charles, níu ára, og Kit, sex ára.

Foster sagði einnig er hún tók við verðlaununum , sem ætluð eru áhrifakonum í skemmtanaiðnaðinum, að hún upplifi sig ekki sem áhrifamikla konum. Mér finnst ég vera brothætt og óörugg og þurfa að berjast við að finna út úr hlutunum,” sagði hún. „Mér finnst ég ekki vera áhrifamikil. Mér líður eins og ég hafi ekki hugmynd um það hvað ég er að gera. Kannski það sé leyndarmálið að baki velgengi minni. Maður getur ekki unnið í þessum bransa í 42 ár án þess að vera snarvitlaus."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup