Ómar Ragnarsson hefur gefið bíl á góðgerðaruppboð útvarpsþáttarins Frá A til J á Rás 2 sem nú stendur yfir. Samkvæmt upplýsingum frá Rás 2 rennur andvirði uppboðsins til Hjálparstofnunar kirkjunnar.
Bíllinn er Daihatsu Cuore árg. 1987 sjálfsskiptur. Blár að lit og ekinn 92.000km. Hann er í góðu standi og er á gömlum númerum. Einnig mun Ómar gefa húfu sem hann hefur notað í nokkur ár. Á henni stendur „Ég elska frúna".
Uppboðið mun standa til miðnættis 20. desember og er hæsta boð sem stendur 50.000 krónur, samkvæmt upplýsingum frá Rás 2.