Baggalútur hefur sent frá sér jólalag ársins 2007, sem heitir svo Jól á Kanarí. Segja Baggalútsmenn, að lagið fjalli á hugheilan en jafnframt raunsæjan hátt um sívaxandi og hámenningarlegt jólahald íslensku þjóðarinnar á Kanaríeyjum.
Lagið er erlent að uppruna og var flutt alleftirminnilega í kvikmyndinni ástsælu Cocktail á 9. áratug síðustu aldar en er sagt ákaflega vel samansett þrátt fyrir það.
Hægt er að komast í tæri við lagið, textann og upplýsingar um flutninginn á vef Baggalúts.