Fjórar gullplötur afhentar í kvöld

Mugison fær væntanlega gullplötu í kvöld.
Mugison fær væntanlega gullplötu í kvöld. mbl.is/Brynjar Gauti

Það verður eflaust mikið um dýrðir þegar fjórar gullplötur verða afhentar í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Til þess að fá gullplötu þarf plata að seljast í 5.000 eintökum og er talið að fjórir flytjendur hafi nú þegar náð þessum árangri. Þetta eru Sprengjuhöllin með plötuna Tímarnir okkar, Mugison með Mugiboogie, Páll Óskar með Allt fyrir ástina og þau Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar með Ég skemmti mér um jólin.

Þess ber þó að geta að þótt þessar plötur muni hljóta gullplötu í kvöld er ekki þar með sagt að þær seljist í 5.000 eintökum þegar allt er tekið saman því eftir hver jól er miklu magni af plötum skilað, og þess eru fordæmi að plötur hafi dottið niður fyrir 5.000 platna markið aftur. Þessum tölum skal því tekið með fyrirvara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir